Sparnaður í frjálsri upplýsingatækni

Posted by & filed under Fréttir, Frjáls hugbúnaður, Meginslá.

Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu föstudaginn 11. desember 2009 sem svar við frétt sem birtist tveimur dögum áður. Sparnaður í frjálsri upplýsingatækni Tryggvi Björgvinsson skrifar um notkun hugbúnaðar hjá hinu opinbera. Í Fréttablaðinu miðvikudaginn 9. desember birtist grein um mögulega notkun frjáls og opins hugbúnaðar hjá ríkinu og sparnað sem af því hlýst. Greinina má… Read more »

Saga frjáls hugbúnaðar á Íslandi

Posted by & filed under Frjáls hugbúnaður, Frjálst samfélag, Meginslá.

Upphafið eða um það bil Á svipuðum tíma og Richard Stallman byrjaði á GNU verkefninu, skilgreindi frjálsan hugbúnað og stofnaði Frjálsu hugbúnaðarsamtökin byrjaði jarðeðlisfræðineminn Einar Kjartansson að vinna að fyrstu útgáfu hugbúnaðar til að greina jarðskjálftabylgjur. Hugbúnaðurinn, sem hlaut nafnið Seismic Unix, lifir mjög góðu lífi í fræðiheiminum og hefur hlotið nokkur verðlaun í gegnum… Read more »

Frjáls hugbúnaður í skólakerfinu

Posted by & filed under Fréttir, Frjáls hugbúnaður.

Í sérblaði um skóla og námskeið, sem fylgdi Fréttablaðinu í gær, 25. ágúst 2009, kom fram að menntamálaráðuneytið vinnur með áhugafólki um frjálsan hugbúnað á Íslandi að leiðum til þess að auka notkun frjáls hugbúnaðar í skólakerfinu. Ein af ástæðum þessa samstarfs er að menntamálaráðuneytið vill auka þekkingu og færni nemenda í upplýsingatækni. Félag um… Read more »

Útvarp Saga: Viðtal við Eben Moglen og Smára McCarthy

Posted by & filed under English, Frjáls hugbúnaður, Frjálst samfélag, Hlaðvarp, Kynningarefni.

Þann 18. Júní voru Eben Moglen og Smári McCarthy gestir í þætti Sigurðar G. Tómassonar á Útvarpi Sögu. Í þættinum er rætt um átaksverkefni FSFÍ 2009, mikilvægi frjáls hugbúnaðar fyrir samfélagið, tilgang heimsóknar Moglen og áhrif hennar á átakið. Áhugaverður misskilningur kom upp um þýðingu orðsins “hacker”, sérstaklega á íslensku, en þetta hugtak er oft… Read more »

Eben Moglen heldur fyrirlestur í Háskóla Íslands

Posted by & filed under Fréttir, Frjáls hugbúnaður.

Eben Moglen mun halda fyrirlestur í Háskóla Íslands um það hvernig stafrænt frelsi getur aðstoðað Ísland við að komast upp úr efnahagsvandræðunum. Fyrirlesturinn er ætlaður nemendum og prófessorum við Iðnaðar-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, rafmagns- og tölvuverkfræðideild, lagadeild, hagfræðideild og viðskiptadeild í Háskóla Íslands en fyrirlesturinn verður jafnframt opinn öllum sem hafa áhuga á að koma… Read more »

Átaksverkefni FSFÍ 2009

Posted by & filed under Fréttir, Frjáls hugbúnaður, Frjálst samfélag, Kynningarefni.

Undanfarinn mánuð hefur viðamikil vinna átt sér stað innan FSFÍ, sem hófst með stofnun sérstaks aðgerðahóps þann 9. Maí 2009. Auk FSFÍ koma að þessum hóp fulltrúar frá fyrirtækjunum Kerfisþróun, Opnum Kerfum, Íkon og TM Software. Fleiri aðilar hafa lýst áhuga sínum á samstarfi við hópinn, og mun hann að öllum líkindum stækka á næsta… Read more »

Handbók um stafrænt frelsi

Posted by & filed under Frjáls hugbúnaður, Frjálst samfélag, Kynningarefni, Opnir staðlar.

Ég hef undanfarið unnið að fræðsluefni um stafrænt frelsi fyrir forsætisráðuneytið. Hugmyndin að þessu fræðsluefni er að hluta til sprottin út frá stefnu stjórnvalda um frjálsan og opinn hugbúnað en það hafði komið í ljós að fólk þekkti lítið til frjáls og opins hugbúnaðar og hafði margar spurningar sem olli því að fáir fylgdu stefnunni… Read more »

Gegnsæi grunnkerfanna

Posted by & filed under Frjáls hugbúnaður, Meginslá, Opnir staðlar.

Nú þegar peningar eru búnir að glata áþreifanleika sínum, og eru nær eingöngu til sem talnarunur í tölvukerfum bankanna, er vert að spyrja margra spurninga um eðli þeirra kerfa. Hver bjó þau til? Hverjum hlýða þau? Hvers er valdið þegar tölvukerfið er annars vegar? Geta framleiðendur hugbúnaðarins sem tölvurnar keyra staðfest að hvergi séu villur… Read more »

Stafrænt frelsi og rétturinn til að vita

Posted by & filed under Frjáls hugbúnaður, Meginslá, Persónuvernd.

Vegna yfirstandandi heimskreppu og alvarlegra áhrifa hennar á Íslandi hefur umræða um stafrænt frelsi og þá sérstaklega frjálsan hugbúnað snúist að stórum hluta um efnahagslegar afleiðingar þess að borga fyrir eitthvað sem hægt er að fá ókeypis. Þetta er eðlileg og mikilvæg spurning, sem samkvæmt mér og fleirum á sér einfalt svar: Það er aldrei réttlætanlegt að eyða fjármunum almennings… Read more »

Hugbúnaður á réttu verði

Posted by & filed under Frjáls hugbúnaður, Meginslá.

Kjarninn í bankakrísunni hérlendis er að greiðsluþrot bættist ofan á ofvogun á fjármálamarkaði, sem er mjög algengt vandamál þegar litlar þjóðir taka stór stökk. Það sem úr verður er lausafjárskreppa þar sem ekki eru til nægir gjaldeyrisforðar til að greiða fyrir það sem þarf að greiða fyrir erlendis frá. Nokkrar leiðir eru til til þess… Read more »