Sparnaður í frjálsri upplýsingatækni

Posted by & filed under Fréttir, Frjáls hugbúnaður, Meginslá.

Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu föstudaginn 11. desember 2009 sem svar við frétt sem birtist tveimur dögum áður. Sparnaður í frjálsri upplýsingatækni Tryggvi Björgvinsson skrifar um notkun hugbúnaðar hjá hinu opinbera. Í Fréttablaðinu miðvikudaginn 9. desember birtist grein um mögulega notkun frjáls og opins hugbúnaðar hjá ríkinu og sparnað sem af því hlýst. Greinina má… Read more »

Þakkir fyrir vel heppnaða ráðstefnu!

Posted by & filed under Fréttir.

Stjórn FSFÍ er í skýjunum eftir frábæra ráðstefnu í gær og vill þakka eftirfarandi aðilum fyrir aðstoð og liðlegheit í tengslum við nýafstaðna ráðstefnu um stafrænt frelsi 2009 (Reykjavík Digital Freedoms Conference 2009): Allir fyrirlesararnir sem komu fram á ráðstefnunni Háskólinn í Reykjavík fyrir húsnæði og samvinnu Prentlausnir ehf. fyrir frábæra þjónustu og afslátt Merkt… Read more »

Margar hliðar stafræns frelsis

Posted by & filed under Fréttir, Frjálst samfélag, Ráðstefna um stafrænt frelsi, Réttur neytanda.

Frá stofnun hefur meginþorri starfsemi FSFÍ snúist um notkun frjáls hugbúnaðar. Félagið á rætur sínar að rekja til áhugamannafélags um frjálsan hugbúnað og félagið hefur staðið fyrir nokkrum fyrirlestrum um frjálsan hugbúnað. Annað stórt viðfangsefni sem FSFÍ berst fyrir og vill kynna er frjáls menning, þá  sérstaklega uppbygging slíkrar menningar með notkun leyfa á við… Read more »

Breytingar á stjórn FSFÍ

Posted by & filed under Fréttir.

Félag um stafrænt frelsi á Íslandi vill koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri um breytingar sem hafa orðið á stjórn félagsins. Hallgrímur H. Gunnarsson hefur stigið niður sem stjórnarmeðlimur Félags um stafrænt frelsi á Íslandi. Í stað hans hefur stjórn FSFÍ ákveðið að r ákveðið að leita til aðila sem hafa áður starfað með stjórninni og… Read more »

Fjölmennum á RIP!: A Remix Manifesto

Posted by & filed under Fréttir, Frjálst samfélag, Höfundarréttur.

Næstkomandi sunnudag, 27. september, verður RIP!: A Remix Manifesto sýnd í síðasta skiptið á Reykjavík International Film Festival (RIFF). FSFÍ hefur áður hvatt meðlimi til þess að mæta á RIP!: A Remix Manifesto og ef þið hafið ekki séð myndina í kvikmyndahúsi nú þegar að þá er síðasta tækifærið á sunnudaginn. FSFÍ hefur frétt það… Read more »

Software Freedom Day 2009

Posted by & filed under Fréttir.

Í tilefni af Software Freedom Day 2009 (Laugardagurinn 19. September) hefur FSFÍ skipulagt samkomu. Við höfum frátekið sal á Kaffi Zimsen, frá 18 – 22, þar sem við bjóðum öllum áhangendum og áhugamönnum um stafrænt frelsi, frjálsan hugbúnað, frjálsa menningu og (ef einhverjar) aðrar hliðar frjáls samfélags að koma og halda uppá daginn með okkur…. Read more »

RIP!: A Remix Manifesto á RIFF

Posted by & filed under Fréttir, Frjálst samfélag, Höfundarréttur, Réttur neytanda.

Reykjavík International Film Festival (RIFF) sýnir myndina RIP: A Remix Manifesto (eða eins og titill myndarinnar er þýddur: ‘Stolið: Manifestó rímixarans’) eftir Brett Gaylor. Myndin lofsamar það listræna og stafræna frelsi sem FSFÍ berst fyrir með umfjöllun um Girl Talk, tónlistarmanns sem nýtir sér Fair Use ákvæðin í bandarískum höfundarréttarlögum. Í dagskrárbæklingi RIFF hefst lýsing… Read more »

Frjáls hugbúnaður í skólakerfinu

Posted by & filed under Fréttir, Frjáls hugbúnaður.

Í sérblaði um skóla og námskeið, sem fylgdi Fréttablaðinu í gær, 25. ágúst 2009, kom fram að menntamálaráðuneytið vinnur með áhugafólki um frjálsan hugbúnað á Íslandi að leiðum til þess að auka notkun frjáls hugbúnaðar í skólakerfinu. Ein af ástæðum þessa samstarfs er að menntamálaráðuneytið vill auka þekkingu og færni nemenda í upplýsingatækni. Félag um… Read more »

Eben Moglen heldur fyrirlestur í Háskóla Íslands

Posted by & filed under Fréttir, Frjáls hugbúnaður.

Eben Moglen mun halda fyrirlestur í Háskóla Íslands um það hvernig stafrænt frelsi getur aðstoðað Ísland við að komast upp úr efnahagsvandræðunum. Fyrirlesturinn er ætlaður nemendum og prófessorum við Iðnaðar-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, rafmagns- og tölvuverkfræðideild, lagadeild, hagfræðideild og viðskiptadeild í Háskóla Íslands en fyrirlesturinn verður jafnframt opinn öllum sem hafa áhuga á að koma… Read more »

Átaksverkefni FSFÍ 2009

Posted by & filed under Fréttir, Frjáls hugbúnaður, Frjálst samfélag, Kynningarefni.

Undanfarinn mánuð hefur viðamikil vinna átt sér stað innan FSFÍ, sem hófst með stofnun sérstaks aðgerðahóps þann 9. Maí 2009. Auk FSFÍ koma að þessum hóp fulltrúar frá fyrirtækjunum Kerfisþróun, Opnum Kerfum, Íkon og TM Software. Fleiri aðilar hafa lýst áhuga sínum á samstarfi við hópinn, og mun hann að öllum líkindum stækka á næsta… Read more »