Sparnaður í frjálsri upplýsingatækni

Posted by & filed under Fréttir, Frjáls hugbúnaður, Meginslá.

Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu föstudaginn 11. desember 2009 sem svar við frétt sem birtist tveimur dögum áður. Sparnaður í frjálsri upplýsingatækni Tryggvi Björgvinsson skrifar um notkun hugbúnaðar hjá hinu opinbera. Í Fréttablaðinu miðvikudaginn 9. desember birtist grein um mögulega notkun frjáls og opins hugbúnaðar hjá ríkinu og sparnað sem af því hlýst. Greinina má… Read more »

Ráðstefna um stafrænt frelsi 2009

Posted by & filed under Ráðstefna um stafrænt frelsi.

Þann 1. desember næstkomandi stendur FSFÍ fyrir annarri árlegri ráðstefnu sinni um stafrænt frelsi, í Háskólanum í Reykjavík að Ofanleiti 2. Á ráðstefnunni í fyrra voru aðalfyrirlesararnir þeir Eben Moglen og John Perry Barlow en í ár hefur FSFÍ boðið hingað Eric F. Saltzman frá Creative Commons og Daniel Schmitt frá WikiLeaks. Auk þeirra verður… Read more »

Vilt þú hjálpa til við ráðstefnu FSFÍ 1. desember næstkomandi?

Posted by & filed under Fjáröflun, Ráðstefna um stafrænt frelsi.

Kæru meðlimir! Nú nálgast óðfluga ráðstefna FSFÍ fyrir árið 2009. Stjórnin hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur við að setja saman öfluga dagskrá sem á upp á pallborðið hjá Íslendingum öllum við þær erfiðu aðstæður sem við stríðum nú við. Aðalfyrirlesarar, eins og kemur fram á vefsíðu FSFÍ verða þeir Eric F. Saltzman, einn stofnenda… Read more »

Breytingar á stjórn FSFÍ

Posted by & filed under Fréttir.

Félag um stafrænt frelsi á Íslandi vill koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri um breytingar sem hafa orðið á stjórn félagsins. Hallgrímur H. Gunnarsson hefur stigið niður sem stjórnarmeðlimur Félags um stafrænt frelsi á Íslandi. Í stað hans hefur stjórn FSFÍ ákveðið að r ákveðið að leita til aðila sem hafa áður starfað með stjórninni og… Read more »

Saga frjáls hugbúnaðar á Íslandi

Posted by & filed under Frjáls hugbúnaður, Frjálst samfélag, Meginslá.

Upphafið eða um það bil Á svipuðum tíma og Richard Stallman byrjaði á GNU verkefninu, skilgreindi frjálsan hugbúnað og stofnaði Frjálsu hugbúnaðarsamtökin byrjaði jarðeðlisfræðineminn Einar Kjartansson að vinna að fyrstu útgáfu hugbúnaðar til að greina jarðskjálftabylgjur. Hugbúnaðurinn, sem hlaut nafnið Seismic Unix, lifir mjög góðu lífi í fræðiheiminum og hefur hlotið nokkur verðlaun í gegnum… Read more »

Fjölmennum á RIP!: A Remix Manifesto

Posted by & filed under Fréttir, Frjálst samfélag, Höfundarréttur.

Næstkomandi sunnudag, 27. september, verður RIP!: A Remix Manifesto sýnd í síðasta skiptið á Reykjavík International Film Festival (RIFF). FSFÍ hefur áður hvatt meðlimi til þess að mæta á RIP!: A Remix Manifesto og ef þið hafið ekki séð myndina í kvikmyndahúsi nú þegar að þá er síðasta tækifærið á sunnudaginn. FSFÍ hefur frétt það… Read more »

RIP!: A Remix Manifesto á RIFF

Posted by & filed under Fréttir, Frjálst samfélag, Höfundarréttur, Réttur neytanda.

Reykjavík International Film Festival (RIFF) sýnir myndina RIP: A Remix Manifesto (eða eins og titill myndarinnar er þýddur: ‘Stolið: Manifestó rímixarans’) eftir Brett Gaylor. Myndin lofsamar það listræna og stafræna frelsi sem FSFÍ berst fyrir með umfjöllun um Girl Talk, tónlistarmanns sem nýtir sér Fair Use ákvæðin í bandarískum höfundarréttarlögum. Í dagskrárbæklingi RIFF hefst lýsing… Read more »

Frjáls hugbúnaður í skólakerfinu

Posted by & filed under Fréttir, Frjáls hugbúnaður.

Í sérblaði um skóla og námskeið, sem fylgdi Fréttablaðinu í gær, 25. ágúst 2009, kom fram að menntamálaráðuneytið vinnur með áhugafólki um frjálsan hugbúnað á Íslandi að leiðum til þess að auka notkun frjáls hugbúnaðar í skólakerfinu. Ein af ástæðum þessa samstarfs er að menntamálaráðuneytið vill auka þekkingu og færni nemenda í upplýsingatækni. Félag um… Read more »

Eben Moglen heldur fyrirlestur í Háskóla Íslands

Posted by & filed under Fréttir, Frjáls hugbúnaður.

Eben Moglen mun halda fyrirlestur í Háskóla Íslands um það hvernig stafrænt frelsi getur aðstoðað Ísland við að komast upp úr efnahagsvandræðunum. Fyrirlesturinn er ætlaður nemendum og prófessorum við Iðnaðar-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, rafmagns- og tölvuverkfræðideild, lagadeild, hagfræðideild og viðskiptadeild í Háskóla Íslands en fyrirlesturinn verður jafnframt opinn öllum sem hafa áhuga á að koma… Read more »

Handbók um stafrænt frelsi

Posted by & filed under Frjáls hugbúnaður, Frjálst samfélag, Kynningarefni, Opnir staðlar.

Ég hef undanfarið unnið að fræðsluefni um stafrænt frelsi fyrir forsætisráðuneytið. Hugmyndin að þessu fræðsluefni er að hluta til sprottin út frá stefnu stjórnvalda um frjálsan og opinn hugbúnað en það hafði komið í ljós að fólk þekkti lítið til frjáls og opins hugbúnaðar og hafði margar spurningar sem olli því að fáir fylgdu stefnunni… Read more »