Fiktararnir

Posted by & filed under Einkaleyfi, Frjálst samfélag, Höfundarréttur, Meginslá, Opið aðgengi, Réttur neytanda.

Margir hafa aldrei opnað húddið á bíl. Færri hafa opnað tölvukassa. Mjög fáir hafa tekið farsímann sinn í sundur. Svartir kassar eru allsstaðar í umhverfinu okkar, fyrirbæri sem virka án þess að uppljóstra allt of mikið um hvernig þau virka, og vel flestir eru bara sáttir við að þurfa ekki að velta fyrir sér innviðunum…. Read more »

Gegnsæi grunnkerfanna

Posted by & filed under Frjáls hugbúnaður, Meginslá, Opnir staðlar.

Nú þegar peningar eru búnir að glata áþreifanleika sínum, og eru nær eingöngu til sem talnarunur í tölvukerfum bankanna, er vert að spyrja margra spurninga um eðli þeirra kerfa. Hver bjó þau til? Hverjum hlýða þau? Hvers er valdið þegar tölvukerfið er annars vegar? Geta framleiðendur hugbúnaðarins sem tölvurnar keyra staðfest að hvergi séu villur… Read more »

Staða mála hjá FSFÍ – tilkynning til félagsmanna

Posted by & filed under Fréttir.

Sæl öllsömul! Við í stjórn FSFÍ viljum byrja á því að þakka fyrir góðan stuðning í baráttunni síðasta árið. Þetta er ungt félag en við höfum náð langt á stuttum tíma, og það er mjög margt á döfinni eins og er. Starfsemi félagsins var að mestu undir yfirborðinu í haust, en við hófumst aðeins handa… Read more »

Hugbúnaður á réttu verði

Posted by & filed under Frjáls hugbúnaður, Meginslá.

Kjarninn í bankakrísunni hérlendis er að greiðsluþrot bættist ofan á ofvogun á fjármálamarkaði, sem er mjög algengt vandamál þegar litlar þjóðir taka stór stökk. Það sem úr verður er lausafjárskreppa þar sem ekki eru til nægir gjaldeyrisforðar til að greiða fyrir það sem þarf að greiða fyrir erlendis frá. Nokkrar leiðir eru til til þess… Read more »

Ráðstefnan búin

Posted by & filed under Fréttir, Ráðstefna um stafrænt frelsi.

FSFÍ vill þakka öllum þeim sem mættu á ráðstefnuna í gær og gerðu hana jafn frábæra og hún var. Eben Moglen og John Perry Barlow á ráðstefnunni. Mynd: Ævar Arnfjörð Bjarmason. CC-SA. Flickr set. Á næstu vikum munum við vinna úr upptökunum og koma þeim upp á netið. Hér eru komin nokkur sýnishorn:

Opið er fyrir skráningar á ráðstefnuna

Posted by & filed under Ráðstefna um stafrænt frelsi.

Ráðstefna um stafrænt frelsi verður haldin 5. júlí 2008 í Grand Hótel Reykjavík, eins og áður hefur komið fram. Frítt er inn á ráðstefnuna en við viljum gjarnan að fólk skrái sig svo að við getum áætlað fjöldann vel. Nú höfum við opnað fyrir skráningar, og þú getur skráð þig hér. Dagskráin birtist innan skamms.