Árleg ráðstefna FSFÍ um stafrænt frelsi verður haldin í þriðja sinn þann 1. desember næstkomandi í Lögbergi, stofu L-101.

Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar í ár verða Christer Gundersen frá Friprogsenteret í Noregi og Karen Reilly frá TOR verkefninu en auk þeirra verður fjöldi áhugaverðra innlendra fyrirlesara.

Ráðstefnan í ár verður opnuð af mennta- og menningarmálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, klukkan 09:00 og stendur allt þar til Frelsisverðlaun FSFÍ árið 2010 hafa verið afhent klukkan 17:00.

Athugið: Ókeypis er inn á ráðstefnuna.

Dagskrá

09:00 Skráning og kaffi

10:00 Ráðstefna opnuð af Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra

10:20 Christer Gundersen – Frjáls hugbúnaður hjá norskum stjórnvöldum
11:20 Sigurbjörg Jóhannesdóttir – Opin námsgögn
11:40 Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir – Frjálst efni á Tungumálatorgi
12:00 Snorri Þór Tryggvason – Cloudberry verkefnið

12:20 Hádegishlé

13:00 Gunnar Grímsson – Stafrænt lýðræði með samráðskerfum
13:20 Birita í Dali – Viðskiptalíkön fyrir frjálsa menningu
13:40 Hildur Björn Vernudóttir – Frjáls hugbúnaður í litlum og miðlungsstórum fyrirtækjum
14:00 Bjarni Rúnar Einarsson – 1000x stækkun veraldarvefsins með PageKite.net
14:20 Anna Jonna Ármannsdóttir – Frjáls hugbúnaður í Háskóla Íslands

14:40 Kaffihlé

15:00 Karen Reilly – TOR verkefnið
16:00 Berglind Ósk Bergsdóttir – Stafrænt frelsi og umhverfisvernd
16:20 Jóhannes Birgir Jensson – Frjálsar bókmenntir og Gutenberg verkefnið
16:40 Frelsisverðlaun FSFÍ 2010

17:00 Ráðstefnuslit

Nánar um frelsisviðurkenningu FSFÍ

Árlega velur stjórn FSFÍ einstakling og veitir viðurkenningu fyrir störf í þágu frjálsa samfélagsins á Íslandi.

Skráning

Skráðu þig í gegnum Facebook hér

Aukaefni

Nánar um ráðstefnuna og hugmyndirnar bakvið hana, ásamt Reykjavík Digital Freedoms Workshop sem var haldið 13-14. Nóvember 2010, er að finna hér.

One Response to “Ráðstefna um stafrænt frelsi 2010”

Leave a Reply

  • (will not be published)